Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
22

Aðalfundur Samtaka íslenskra Ólympíufara (SÍÓ)

21.06.2021

Aðalfundur Samtaka íslenskra Ólympíufara (SÍÓ) fór fram á dögunum. Stjórn SÍÓ var öll endurkjörin en í henni eru Jón Hjaltalín Magnússon formaður, Jón Þ. Ólafsson, Jakob Jóhann Sveinsson, Konráð H. Olavsson og Guðmundur Friðrik Jóhannsson. Varamenn eru Helga Sigurðardóttir og Lára Sveinsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Guðmundur Gíslason og Björgvin Björgvinsson. Árni Sigurðsson var kjörinn skoðunarmaður til vara.

Á fundinum var þeirra Ólympíufara minnst sem létust á árunum 2019 - 2021, þeirra Sigurðar Jónssonar sundmanns sem keppti í London 1948, Jóns Karls Sigurðssonar (Bóa) skíðamanns sem keppti í Osló 1952, Vilhjálms Einarssonar frjálsíþróttamanns sem keppti í Melbourne 1956 og Róm 1960, Sigurbergs Sigsteinssonar handknattleiksmanns sem keppti í München 1972, Vilhjálms Vilhjálmssonar frjálsíþróttamanns sem keppti í London 1948 og Ásgeirs Eyjólfssonar skíðamanns sem keppti í Osló 1952.

Sérhver íþróttamaður sem tekið hefur þátt í Ólympíuleikum fyrir hönd Íslands getur verið aðili að SÍÓ. Samtökin eru aðili að Heimssamtökum Ólympíufara (World Olympians Association).