Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
01.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2022 - Dakar

Næstu Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram...
21.07.2028 - 28.11.2019

LA 2028

Ólympíuleikarnir fara fram í Los Angeles 21...
28

Afreksbúðir ÍSÍ - vörumerkið ég

24.11.2020

Ungmenni 15-18 ára tilnefnd af sérsamböndum ÍSÍ sátu í gærkvöldi rafrænar afreksbúðir ÍSÍ. Að þessu sinni var það Silja Úlfarsdóttir sem hélt erindi. Silja sem er fyrrum afreksíþróttamaður í frjálsíþróttum hefur margþætta reynslu af málaflokknum. Silja fjallaði um „vörumerkið ég“, hvernig hægt er að markaðssetja sjálfan sig á samfélagsmiðlum.

Auk þess var fjallað um framkomu í fjölmiðlum og hvernig hægt sé að ná athygli fjölmiðla. Þátttaka var góð og ýmislegt áhugavert sem krakkarnir fengu að heyra af og gátu spurt út í.

Í næstu viku er komið að þriðja fyrirlestri í þessari lotu afreksbúða ÍSÍ. Umfjöllunarefni næsta fyrirlesturs er næringarfræði og íþróttir. 

Myndir með frétt