Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Innblástur frá Ólympíuförum

17.04.2020

Á vefsíðu Ólympíustöðvarinnar, Olympic Channel, má sjá æfingar sem framkvæma má heima fyrir. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir fólk sem vill prófa að æfa eins og Ólympíufarar æfa á tímum samkomubanns. Finna má æfingar fyrir allan líkamann eða einstaka líkamsparta, eins og kviðæfingar, lyftingaræfingar fyrir fætur o.fl. á vefsíðunni. Afreksíþróttafólkið sem deilir æfingunum kemur úr hinum ýmsu íþróttagreinum; skautum, karate, boxi, frjálsíþróttum og sundi.

Ólympíustöðin biður fólk að merkja myndir eða myndbönd #StayHealthy, #StayStrong og #StayActive, en undir þessum merkjum á samfélagsmiðlum má finna fjöldan allan af æfingum frá hinum almenna borgara til gullverðlaunahafa á Ólympíuleikum.

Hér má sjá myndbönd frá nokkrum Ólympíuförum.

Á Ólympíustöðinni geta notendur upplifað kraft íþróttanna og Ólympíuhreyfingarinnar allt árið, hvar sem er og hvenær sem er. Hægt er að horfa á Ólympíustöðina á vefsíðu Olympic Channel. Íþróttamenn og aðdáendur geta einnig fylgt Ólympíustöðinni á samfélagsmiðlasíðum hennar, FacebookInstagramTwitter og YouTube.