Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
6

Langar þig til Grikklands?

25.02.2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir einum þátttakanda til að vera fulltrúi ÍSÍ á námskeiði Alþjóðaólympíuakademíunnar (IOA) sem fram fer 23. maí til 3. júní bæði í Aþenu og í Ólympíu. Þemað í ár er ólympismi og húmanismi. Fræðslan fer fram í fyrirlestrum, hópavinnu, fræðsluferðum og með íþróttaþátttöku. Á hverju sumri býður IOA ungum þátttakendum á aldrinum 20-35 ára að taka þátt í tveggja vikna námskeiði þar sem þau fá fræðslu um ólympismann og Ólympíuhreyfinguna.

Þátttakandinn verður valinn úr hópi umsækjenda og greiðir ÍSÍ fyrir flug, gistingu og uppihald á meðan á dvölinni stendur. Leitað er að einstaklingi sem náð hefur góðum árangri í íþróttagrein og /eða sinnt þjálfun eða félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum Ólympíuhreyfingarinnar áhuga. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera góð fyrirmynd.

Umsóknum skal skilað rafrænt ekki seinna en 6. mars nk.

Skráning fer fram hér.

Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, 514-4000, ragnhildur@isi.is.
Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org og www.ioa.org.gr