Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
19

Margrét sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

08.01.2020

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi Margréti Bjarnadóttir Heiðursfélaga ÍSÍ riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum 1. janúar sl.
Margrét hlaut riddarakrossinn fyrir störf á vettvangi íþrótta- og æskulýðsmála en hún er fyrrverandi formaður Fimleikafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands.
Alls voru 14 einstaklingar sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag.

ÍSÍ óskar Margréti innilega til hamingju með þessa verðskulduðu heiðursviðurkenningu.