Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

ÍSÍ fréttir - Desember 2019

10.12.2019

Í dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum.

Í blaðinu má lesa umfjöllun um verkefnið YAP (Young Athletes Program) og markvissa hreyfiþjálfun barna sem Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra hefur ferðast um landið með og kynnt á samt Ástu Katrínu Helgadóttur, íþróttakennara. Einnig má lesa um forvarnardaginn, sniðuga afmælisgjöf íþróttafélags til sérsambands, Vetrarólympíuleika ungmenna sem fara fram í janúar og aðra viðburði á vegum ÍSÍ á næstunni. Ýmislegt fleira er í blaðinu sem gaman er að skoða.

Rafrænu útgáfu blaðsins má sjá hér á Issuu síðu ÍSÍ.