Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

EYOF 2019 - Lukkudýr hátíðarinnar

22.07.2019

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer nú fram í Bakú í Azerbaijan. Lukkudýrin, sem hvetja íþróttafólkið áfram á meðan á hátíðinni stendur, eru Jirtdan og Babir. Jirtdan er lítill strákur sem kemur úr barnabókum frá Azerbaijan og er ein vinsælasta ævintýrapersónan á meðal barna í landinu. Hann er smár en knár og hefur sannað sig í mörgu ævintýrinu sem hetja. Babir er hlébarði frá Azerbaijan, dásamaður fyrir styrk sinn og hraða, en hlébarðar þessir eru í útrýmingarhættu og einungis um 15 hlébarðar enn lifandi. Lukkudýrunum er ætlað að endurspegla sögu og menningararfleifð Azerbaijan ásamt því að hvetja íþróttafólkið áfram á hátíðinni. 

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er að mörgu leyti eins og smækkuð útgáfa af Ólympíuleikum. Keppnisgreinar á hátíðinni eru frjálsíþróttir, körfuknattleikur, hjólreiðar, fimleikar, handbolti, júdó, sund, tennis og blak. Að þessu sinni er einnig keppt í glímu. Keppendur koma frá 50 Evrópuþjóðum og eru þátttakendur um 3.600 talsins.

Myllumerki hátíðarinnar í ár er #ReadyToShine. Annað slagorð sem jafnframt er notað í tengslum við hátíðina er „One spirit, whole Europe!“ Því slagorði er ætlað að benda á samheldni álfunnar og þeirra þjóða sem taka þátt í anda Ólympíuhátíðarinnar.

Vefsíða hátíðarinnar 

Fylgjast má með verðlaunaafhendingum og lokahátíð á vefsíðu EOC hér.