Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Ólympíustöðin sýnir frá fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar

24.06.2019

Í dag kl.14:00 (kl.13:00 ísl.) mun Ólympíustöðin sýna frá fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) í Lausanne í Sviss í beinni útsendingu.Thomas Bach, forseti IOC mun tilkynna á fundinum hvaða borg það er sem verður gestgjafi Vetrarólympíuleikanna 2026, en sú athöfn fer fram kl.18:00. Borgirnar tvær sem keppast um að verða valdar sem gestgjafi leikanna eru Stokkhólmur-Åre í Svíþjóð og Mílanó-Cortina á Ítalíu. Á fundinum munu fulltrúar frá báðum borgum vera með erindi, en Ólympíustöðin mun einnig sýna myndefni sem unnið hefur verið um undirbúning borganna í tengslum við Vetrarólympíuleikana 2026 ásamt viðtölum við skipuleggjendur og fleiri sem koma að slíku verkefni.

Dagskrá fundarins 

Mánudagur, 24. júní

14:00

Kynning: Stokkhólmur-Åre

14:45

Kynning: Mílanó-Cortina

17:30

Myndefni frá Ólympíustöðinni um undirbúning borganna

18:00

Tilkynning: Gestgjafi Vetrarólympíuleikanna 2026

18:30

Fjölmiðlafundur

 

 

Um Ólympíustöðina

Ólympíustöðin er ókeypis vettvangur sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum og býður upp á þáttaraðir tileinkaða íþróttum og íþróttafólki allt árið um kring. Stöðin leggur áherslu á afreksíþróttafólk og þeirra leið að meiri árangri. Á Ólympíustöðinni geta notendur upplifað kraft íþróttanna og Ólympíuhreyfingarinnar allt árið, hvar sem er og hvenær sem er. Hægt er að horfa á Ólympíustöðina á vefsíðu Olympic Channel. Íþróttamenn og aðdáendur geta einnig fylgt Ólympíustöðinni á samfélagsmiðlasíðum hennar, FacebookInstagramTwitter og YouTube.