Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Minsk 2019 - Sveinbjörn tapaði fyrir silfurhafa

23.06.2019

Sveinbjörn Jun Iura keppti í -81 kg. flokki í dag í júdókeppni Evrópuleikanna. Hann fékk yfirsetu í 64 manna úrslitum en í 32 manna úrslitum keppti hann á móti Ivaylo Ivanov frá Búlgaríu. Sveinbjörn fékk snemma í glímunni refsistig og Ivanov skoraði svo Waza-ari eftir 1:20 mín og vann svo fullnaðarsigur, Ippon, eftir 1:55 mín með góðu kasti. Ivanov hélt áfram sigurgöngu sinni fram í úrslitaglímuna þar sem hann þurfti að lúta fyrir Matthias Casse frá Þýskalandi sem sigraði með Waza-ari.

Myndir frá leikunum má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope

Myndir með frétt