Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Minsk 2019 - Ásgeir keppti í loftbyssu

23.06.2019

Keppni í 10m loftbyssu karla fór fram í dag og keppti Ásgeir Sigurgeirsson í undankeppninni í morgun.

Ásgeir skaut 565 stig og hafnaði í 32. sæti af 36 keppendum. Serían var 95-93-94-93-97-93 og var hann með 12 innri tíur. Þetta skor er töluvert lægra en það sem Ásgeir hefur skotið að undanförnu, en allir bestu skotmenn Evrópu voru með í keppninni í dag og var hæsta skor í undankeppninni 585 stig hjá Artem Chernousov frá Rússlandi. Hann sigraði svo einnig úrslitakeppnina sem fram fór í framhaldinu með 241.4 stigum. Oleh Omelchuk frá Úkraínu lenti í öðru sæti og vann sér inn kvótapláss á Ólympíuleikana í Tókýó 2020, en Artem Chernousov hafði áður unnið sér inn kvótapláss á Heimsmeistaramótinu 2018.

Myndir frá leikunum má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope

Myndir með frétt