Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
19

Minsk 2019 – Tekið á móti þátttakendum

20.06.2019

Í kvöld fór fram sérstök móttökuhátíð í íþróttamannaþorpinu í Minsk þar sem allir þátttakendur voru boðnir velkomnir af borgarstjóra þorpsins Siarhei Rudy, framkvæmdastjóra leikanna George Katalin og formanni Evrópuleikanefndar EOC Spyros Capralos. Auk dans- og söngatriða voru fánar Hvítarússlands, EOC og Evrópuleikanna dregnir að hún og þá fór fram gróðursetning á eikartrjám þar sem hver þjóð gróðursetti sitt tré í framtíðarlund sem staðsettur er nærri þorpinu.

Ekki eru allir íslensku þátttakendurnir mættir til Minsk, en á hátíðinni voru fulltrúar frá bogfimi, júdó og skotíþróttum ásamt aðalfararstjóra og framkvæmdastjóra ÍSÍ. Á morgun bætast fleiri í hópinn og þeir síðustu mæta til Minsk laugardaginn 22. júni og mánudaginn 24. júní nk.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope

Myndir með frétt