Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
17

Minsk 2019 – Móttökuhátíð

20.06.2019

Í kvöld fer fram sérstök móttökuhátíð í íþróttamannaþorpinu á Evrópuleikunum í Minsk. Hefst hún kl. 18:00 að staðartíma og byggir á formlegum dagskrárliðum auk skemmtiatriða. Undir lok hennar verða gróðursett eikartré fyrir hverja þjóð, en slík athöfn átti sér einnig stað á Evrópuleikunum sem haldnir voru í Bakú 2015.

Íþróttamannaþorpið í Minsk er hið glæsilegasta, en um er að ræða háskólasvæði sem venjulega eru vistarverur nemenda, en er nú búið að byggja fleiri byggingar og endurbæta aðrar og má segja að aðstaðan sé á sama mælikvarða og á Ólympíuleikum.

Á myndunum má sjá sviðið þar sem mótttökuhátíðin fer fram í kvöld, fánaborg með fánum allra þátttökuþjóða, bygginguna sem hýsir íslenska hópinn og útsýnið yfir íþróttaaðstöðuna í þorpinu.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope

Myndir með frétt