Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
19

Aðalfundur GSSE

29.05.2019

Aðalfundur GSSE, samtaka þjóðanna sem eiga þátttökurétt á Smáþjóðaleikum, fór fram í Budva í Svartfjallalandi 27. maí sl. á Maestral Hotel. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri sóttu fundinn fyrir hönd Íslands.

Á fundinum var farið yfir ýmis atriði varðandi Smáþjóðaleikana, sem settir voru síðar þennan sama dag í miðbæ Budva. Einnig var kynning á næstu leikum sem haldnir verða í Andorra 2021 og stutt kynning á leikunum 2023 sem haldnir verða á Möltu.

Marc Theisen frá Lúxemborg var kjörinn framkvæmdastjóri GSSE til næstu fjögurra ára. Jean-Pierre Schoebel  frá Mónakó var endurkjörinn formaður tækninefndar GSSE til tveggja ára. 

Formaður Ólympíunefndar Andorra, Jaume Marti Mandigo, var skipaður forseti GSSE samtakanna frá og með 1. júní nk. en samkvæmt lögum samtakanna skal formaður ólympíunefndar gestgjafaþjóðar næstkomandi leika vera forseti samtakanna fram yfir næstu leika.