Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Vertu með - Minnum á fundinn í dag

23.05.2019

Í dag, fimmtudaginn 23. maí, standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir opnum viðburði um hvernig hægt er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Viðburðurinn fer fram kl. 15:30 – 16:45 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, í E-sal.

Dagskráin er eftirfarandi:

• Kl. 15:30 Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Rannsóknir og greining og Íþróttafræðideild HR.
Hvað vitum við? Hversu mörg börn af erlendum uppruna taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi?

• Kl. 15:45 Juan Camilo, ráðgefandi í æskulýðs og fjölmenningarfærni hjá Unglingasmiðju Reykjavíkurborgar. Fjölmenning á Íslandi. Hvernig koma Íslendingar fram við fólk af erlendum uppruna? 

• Kl. 16:00 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, Íþróttabandalag Akraness: Reynslusaga af verkefni. 

• Kl. 16:15 Margrét Sigurvinsdóttir, Taekwondo deild Keflavíkur: Reynslusaga af verkefni. 

• Kl. 16:30 Umræður: Hvaða verkfæri kallar íþróttahreyfingin eftir frá ÍSÍ og UMFÍ? 

Léttar veitingar í boði. Starfsfólk íþróttahreyfingarinnar er sérstaklega hvatt til þess að mæta. 

Smelltu á hlekkinn til þess að skrá þig.