Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Þórarinn sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

22.05.2019

Ársþing Ungmenna- og Íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) var haldið að Hóli í Siglufirði þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn. Góð mæting var á þingið, alls voru 27 þingfulltrúar mættir af 34 mögulegum. Þingforseti var Sigurpáll Gunnarsson og stýrði hann þinginu af röggsemi. Þórarinn Hannesson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu og var Jónína Björnsdóttir kosin formaður í hans stað. Tillaga um breytingar á reglugerð um Verkefnasjóð UÍF var samþykkt á þinginu eftir talsverðar umræður. ÍSÍ veitti Þórarni Hannessyni fráfarandi formanni Silfurmerki ÍSÍ á þinginu en Þórarinn hefur auk formannsembættisins undanfarin ár verið mjög virkur í íþróttastarfinu innan UÍF og aðildarfélaga þess til fjölda ára. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Á myndinni eru Viðar Sigurjónsson og Þórarinn Hannesson.