Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Karatesamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

23.10.2018
Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og var Karatesamband Íslands eitt af fyrstu sérsamböndum ÍSÍ til að undirrita samning vegna styrkveitinga ársins.
 
Karatesamband Íslands (KAÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til KAÍ vegna verkefna ársins er 5.350.000 kr. en er það töluverð hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum, en verkefni KAÍ árið 2017 hlutu t.d. styrk að upphæð 3.200.000 kr. KAÍ hefur sent keppendur á fjölmörg alþjóðleg mót það sem af er ári, bæði á fullorðins- og unglingamót í kata og kumite. Árangur hefur verið með ágætum og ljóst er að framtíðin er björt.
 
Það voru þau Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ og María Jensen, gjaldkeri KAÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd Karatesambands Íslands og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.