Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
19

Ólympíuleikar ungmenna - Streymi

08.10.2018
Alþjóðaólympíunefndin og Ólympíurásin (Olympic Channel) verða með streymi frá Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. ÍSÍ hefur sett inn á heimasíðu sína sérstakt viðmót þar sem hægt er að fylgjast með keppni á leikunum, skoða upplýsingar um keppendur, úrslit o.fl.

Er þessi síða aðgengileg hér.

Rétt er að benda á að með því að velja örvarnar efst til hægri á hverri einingu þá færist sú eining í gluggann á miðjum skjánum.

Hægt er að velja um tvo möguleika varðandi myndefni frá leikunum, þ.e. VOD þar sem hægt er að skoða upptökur frá fyrri dögum og svo LIVE þar sem bein útsending er í boði. Í beinni útsendingu er hægt að velja mismunandi keppnisstaði (YOG Channel), en valmöguleiki fyrir þá aðgerð er undir sjálfri myndinni.