Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.03.2023 - 23.03.2023

Ársþing HSK 2023

Ársþing Héraðsambandsins Skarphéðins (HSK)...
20

PyeongChang 2018 - Freydís Halla í 41. sæti

16.02.2018

Frey­dís Halla Ein­ars­dótt­ir keppti í nótt í svigi á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang og náði þar 41. sæti. Fyrir leikana var hún með 48. besta ár­ang­ur kepp­enda og því náði hún að hækka sig upp um sjö sæti.

Frey­dís skíðaði fyrri ferðina á 56,49 sek­únd­um og var með 46. besta tím­ann. Seinni ferðina skíðaði hún á 56,66 sek­únd­um og var það 42. besti tím­inn. Sam­an­lagt var hún því á 1:53,15 mín­útu, rúm­um 14 sek­únd­um á eft­ir sigurvegaranum Frida Hans­dotter frá Svíþjóð.

Freydís Halla hefur nú lokið keppni á sínum fyrstu Ólympíuleikum.

Hægt er að sjá myndband frá svigi Freydísar í morgun hér á vefsíðu RÚV.

Myndir með frétt