Vel heppnað kaffisamsæti

Ástæða fyrir komu þessarra erlendu gesta var fyrsti norræni fundur Ólympíufara sem haldinn hefur verið. Fundurinn fór fram í Íþróttamiðstöðinni 15. ágúst. Þar var meðal annars fjallað um hlutverk Alheimssamtaka Ólympíufara (WOA) þar sem Pernilla er stjórnarmaður, hvernig samtökin í Svíþjóð, Danmörku og Íslandi starfa og hvert eigi að vera þeirra hlutverk og hvert þau vilja stefna. Skipst var á hugmyndum og rætt um framtíð norræns samstarfs og hvernig Ólympíufarar geta gefið til baka til samfélagsins.