Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.06.2021 - 15.06.2021

Ársþing HSS 2021

Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
23.07.2021 - 08.08.2021

Tókýó 2020

Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 hefur verið...
04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
15

GSSE 2017: Setningarhátíðin glæsileg í San Marínó

29.05.2017

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna 2017 fór fram í kvöld kl.21.00 að staðartíma (kl. 19.00 ísl. tíma). Þormóður Árni Jónsson, júdókappi, var fánaberi íslenska hópsins.

Þormóður kepp­ir fyr­ir Júd­ó­fé­lag Reykja­vík­ur og er í hópi reynd­ustu kepp­enda í ís­lenska hópn­um á þess­um leik­um. Hann er marg­fald­ur Íslands­meist­ari og þre­fald­ur Ólymp­íufari. Þormóður var einnig fána­beri Íslands á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó 2016.

Stór hluti af íslensku þátttakendunum tók þátt í setningarhátíðinni en þó var hann fámennari en oft áður. Íþróttafólk í sundi og körfubolta er enn á faraldsfæti, en von er á hópnum um kl.3 að staðartíma í nótt. Íþróttafólkið fær ekki mikla hvíld því keppni hefst á morgun í flestum greinum.

Setningarhátíðin var afar glæsileg. Nokkur hundruð börn stóðu hringinn í kringum hlaupabrautina á íþróttavellinum San Marínó Stadium með blöðrur. Börnin fögnuðu hverri þjóðinni á fætur annarri sem gekk inn á íþróttavöllinn. Þjóðirnar gengu inn í þessari röð; Andorra, Kýpur, Ísland, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland og San Marínó. Áhorfendur létu vel í sér heyra en fjöldi áhorfenda var um 8000. Það er töluvert, eða svipað og ef 75.000 Íslendingar hefðu mætt á setningarhátíðina á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru á Íslandi 2015. Forseti Ólympíunefndar San Marínó, Gian Primo Giardi, og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, fluttu ávarp, meðal annars um mikilvægi þessarra leika fyrir þátttökuþjóðirnar.

Atriðin á setningarhátíðinni voru glæsileg og hátíðinni lauk með tilkomumikil flugeldasýningu. 

Fleiri myndir má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt