Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
2

Afreksstefna FSÍ samþykkt á ársþingi FSÍ

12.05.2017

Laugardaginn 29. apríl fór þing Fimleikasambands Íslands fram í Naustaskóla á Akureyri.

Kjörbréf bárust frá 16 fimleikadeildum/félögum og voru 64 þingfulltrúar mættir á starfsamt þing. Á þinginu var afreksstefna sambandsins samþykkt ásamt stefnumótandi tillögum sem lágu fyrir þinginu. Mikil gróska er í starfi sambandsins og fimleikahreyfingarinnar á landsvísu.

Arnar Ólafsson var endurkjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára.

Í stjórn sambandsins voru þau Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, Kristinn Arason og Kristín Ívarsdóttir kosin til tveggja ára og þau Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, Hulda Árnadóttir og Þór Ólafsson til eins árs.

Í varastjórn voru kosin Guðrún Tryggvadóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.

Eftirfarandi voru kosnir formenn fagnefnda sambandsins:
Tækninefnd karla - Anton Heiðar Þórólfsson
Tækninefnd kvenna - Berglind Pétursdóttir
Tækninefnd í hópfimleikum - Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir
Fræðslunefnd - Hlín Bjarnadóttir
Nefnd um Fimleika fyrir alla - Hlíf Þorgeirsdóttir
Laganefnd - Þóra Margrét Hjaltested, formaður, Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir og Hjalti Geir Erlendsson
Skoðunarmenn reikninga - Hafsteinn Þórðarson og Jochum Ulriksson.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.