Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
19

Ríó 2016 - Þormóður úr leik

12.08.2016

Þormóður Árni Jóns­son kepp­ti í dag í +100 kg flokki í júdó á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó. Hann mætti Maciej Sarnacki frá Póllandi í fyrstu glímu, í 32 manna úr­slit­um, og tapaði. Sarnacki er pólsk­ur meist­ari og er í 23. sæti á heimslist­an­um, en Þormóður í 65. sæti.

Glíman var jöfn og mjög spenn­andi, en Þormóður tapaði að lok­um á sókn­ar­vill­um. Báðir höfðu þeir fengið þrjár vill­ur fyr­ir að sækja ekki nógu mikið og Þormóður tapaði síðan þegar hann fékk fjórðu vill­una.

Ólymp­íu­leik­arnir í Ríó eru þriðju leikar Þormóðar Árna í röð. Hann komst í 16 manna úr­slit á sín­um fyrstu leik­um, árið 2008, en féll út gegn Bras­il­íu­mann­in­um sterka Rafa­el Silva í fyrstu glímu í London 2012.