Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
4

Ríó 2016 - Fundur með fjölmiðlafólki

21.07.2016

Í dag fór fram fundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal með hluta af því íslenska fjölmiðlafólki sem fara mun á Ólympíuleikana í Ríó. Á fundinum fór Andri Stefánsson yfir hagnýtar upplýsingar og fjölmiðlafólk fékk afhent skráningarskírteini vegna leikanna. Mikilvægt er að íslenskir fjölmiðlar og íþróttahreyfingin eigi gott samstarf í tengslum við leika eins og þessa. RÚV og Stöð2 munu sýna frá leikunum, auk þess sem Morgunblaðið og Fréttablaðið verða með sína aðila á staðnum til þess að flytja fréttir.

Á meðfylgjandi mynd eru þeir fjölmiðlamenn sem mættu á fundinn.