Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Ár frá fyrstu Evrópuleikunum

13.06.2016

Evrópuleikar voru haldnir í fyrsta sinn í Baku í Azerbaijan fyrir ári síðan. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusamtaka Ólympíunefnda. Leikarnir stóðu frá 12. - 28. júní og var framkvæmd og umgjörð leikanna til fyrirmyndar. Alls voru íslenskir keppendur á leikunum 18 í 9 íþróttagreinum. Bestum árangri náði Ásgeir Sigurgeirsson sem hafnaði í 5. sæti í keppni með frjálsri skammbyssu af 50 metra færi. 

Hægt er að rifja upp leikana á heimasíðu þeirra sjá hér.

 

Einnig er hægt að skoða umfjöllun á heimasíðu ÍSÍ um leikana, sjá hér.

 

Næstu leikar fara fram árið 2019.