Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
6

Hildur og Bjarki verða fulltrúar ÍSÍ á námskeiði í Ólympíu

06.06.2016Um næstu helgi munu þau Hildur Sigurðardóttir og Bjarki Gíslason fara til Grikklands og taka þátt í námskeiði á vegum Ólympíuakademíunnar. Hildur og Bjarki voru valin úr nokkrum hópi umsækjenda, en um er að ræða námskeið sem haldin eru á hverju ári. Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur og er aðal umfjöllunarefnið Ólympíuhugsjónin sem öflugt tæki í þróun og sjálfbærni, en auk þess verður lögð áhersla á ólympísk gildi og áhrif þeirra á umhverfisvernd. Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum og  umræðuhópum, en einnig er mikil áhersla lögð á að fulltrúar þjóðanna kynnist hvert öðru t.d. með þátttöku í íþróttum á meðan á dvölinni stendur.