Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.10.2021 - 02.10.2021

Ársþing ÍBR 2021

Ársþing Íþróttabandalags Reykjavíkur verður...
17

Ingigerður endurkjörin formaður ÍRB

27.05.201618. ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar var haldið í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ mánudaginn 23. maí síðastliðinn. Ingigerður Sæmundsdóttir formaður IRB setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna, en alls voru mættir 29 fulltrúar frá sex af tíu aðildarfélögum sambandsins. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti endurskoðaða reikninga, en bandalagið var rekið með lítilsháttar tapi síðasta starfsár.  Tillaga stjórnar um að 2% af óskiptum lottotekjum og útbreiðslustyrk verði tekið til reksturs sambandsins var samþykkt en fram til þessa hafa þessar tekjur runnið óskiptar til aðildarfélaga. Ingigerður var endurkjörin formaður til eins árs. Sigríður Jónsdóttir, ritari ÍSÍ, sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.