Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Hrafnhildi fagnað

25.05.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona hlaut hlýjar móttökur í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gær þegar Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, Sundfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær stóðu fyrir móttöku þar henni til heiðurs. Var Hrafnhildur heiðruð með blómum og gjöfum en hún vann tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50m laug í Lundúnum um síðustu helgi. Með Hrafnhildi í móttökunni voru einnig sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir sem einnig kepptu á EM en Bryndís Rún Hansen og Anton Sveinn Mckee gátu ekki mætt til móttökunnar. Allir íslensku þátttakendurnir stóðu sig afar vel á mótinu.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ færði Hrafnhildi, Eygló Ósk, Jóhönnu Gerðu, Hlín Ástþórsdóttur varaformanni SSÍ, Karli Georg Klein formanni Sundfélags Hafnarfjarðar og Jacky Pellerin landsliðsþjálfara blóm við þetta tækifæri. Óskaði hann sundhreyfingunni allri, íslensku keppendunum og þá ekki síst verðlaunahafanum Hrafnhildi Lúthersdóttur innilega til hamingju með frábæran árangur á EM.

Framundan eru Ólympíuleikarnir í Ríó og verður æsispennandi að fylgjast með íslensku sundafreksfólki á leikunum.  

Myndir með frétt