Vodafone komið í hóp Gullsamstarfsaðila
.jpg?proc=400x400)
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Stefán Sigurðarsson, forstjóri Vodafone skrifuðu undir samninginn. Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleikanna 2015 eru þar með orðnir 10 talsins en auk Vodafone eru það Bláa Lónið, Advania, Askja, Bílaleiga Akureyrar Höldur, Eimskip, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vífilfell og ZO-ON. Stuðningur Gullsamstarfsaðila leikanna ásamt stuðningi Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytis gerir ÍSÍ kleift að halda þessa umfangsmiklu leika hér á landi.
Á myndinni má sjá Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ og Stefán Sigurðarsson, forstjóra Vodafone við undirritun samningsins.