Ólafur E. Rafnsson sæmdur Heiðurskrossi KKÍ

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, afhenti Gerði Guðjónsdóttur eftirlifandi eiginkonu Ólafs, Heiðurskrossinn. Ólafur er fimmti Heiðurskrosshafi KKÍ frá upphafi en aðrir sem hafa fengið þessa æðstu heiðursviðurkenningu KKÍ eru Bogi Þorsteinsson, Einar Bollason, Einar Ólafsson og Kolbeinn Pálsson.