Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.10.2021 - 02.10.2021

Ársþing ÍBR 2021

Ársþing Íþróttabandalags Reykjavíkur verður...
17

Nýr formaður Akstursíþróttasambands Íslands

19.03.2015

Ársþing Akstursíþróttasambands Íslands var haldið 7. mars síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Guðbergur Reynisson gaf ekki áfram kost á sér í embætti formanns og var Tryggvi M. Þórðarson kjörinn formaður sambandsins. Kom fram í ræðu nýkjörins formanns að hann hlakkar til að taka þátt í góðu samstarfi um framtíðaruppbyggingu öflugra akstursíþrótta á Íslandi. Í stjórn AKÍS halda áfram Gunnar Bjarnason, Einar Gunnlaugsson og Ari Jóhannsson. Til tveggja ára voru kosin: Helga Katrín Stefánsdóttir, Ragnar Róbertsson og Þórður Bragason og í varastjórn voru kjörnir Brynjar Schiöth, Jón Bjarni Jónsson og Guðbergur Reynisson.

Á þingið mættu þingfulltrúar frá 9 íþróttafélögum sem stunda akstursíþróttir auk gesta frá Flugbjörgunarsveitinni Hellu.
Guðbergur Reynisson, fráfarandi formaður, fór yfir sögu sambandsins sem nú stendur á tímamótum. Eftir nokkra óeiningu akstursíþróttafélaga á Íslandi um aldamótin hafa þau nú gert upp skuldir og endanlega sameinast undir hatti ÍSÍ og FIA.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Hafsteinn Pálsson og Jón Gestur Viggósson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Hafsteinn Pálsson var einnig þingforseti.

Á þinginu var farið yfir lagabreytingar, keppnisreglur, verðlista, reglugerð um heilsufar keppenda, stofnun aga- og úrskurðarnefndar ásamt afreksstefnu sambandsins. Þessi mál eru í stöðugri endurskoðun og nýsmíði. Baldur Arnar Hlöðversson sagði frá reynslu sinni af þátttöku í þjálfunar- og úrtaks viðburði á vegum FIA í Hollandi í lok október. Ísland sem eitt af rúmlega 140 aðildarlöndum FIA mátti tilnefna einn ökumann til að taka þátt í þessari úrtöku.