Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í tíunda sinn úr sjóðnum.
Nánar er hægt að lesa sér til um sjóðinn og nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu ÍSÍ, sjá hér. Með fréttinni fylgir mynd frá síðustu úthlutun sjóðsins fyrir árið 2013. Á myndinni má sjá styrkþega eða fulltrúa þeirra auk Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka, Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ, Helgu Magnúsdóttur formann sjóðsstjórnar og Kristínu Rós Hákonardóttur sem sæti á í stjórn sjóðsins.