Myndir frá 25. Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ
Um 15.000 konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í ár, á 85 stöðum um allt land og á 20 stöðum erlendis. Frá því Kvennahlaupið hófst fyrir 25 árum höfum við fengið rúmlega 370 þúsund skráningar og margar konur hafa hlaupið með okkur frá upphafi.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Sjóvá og aðrir samstarfsaðilar, Embætti landlæknis, Morgunblaðið, Ölgerðin, NIVEA og Merrild, þakka öllum þeim sem tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ fyrir þátttökuna.