Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

30

Heiðurshöll ÍSÍ

10.06.2014

Í tilefni 100 ára afmælis ÍSÍ árið 2012 samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að setja á stofn Heiðurshöll ÍSÍ. Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.

Heiðurshöll ÍSÍ er nú sýnileg á heimasíðu ÍSÍ hér.