Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
6

Skipta íþróttir máli?

15.11.2012

Ráðstefna Háskóla Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um stöðu íþrótta í íslensku samfélagi verður haldin miðvikudaginn 28. nóvember nk. klukkan kl. 13.00-16.30. Ráðstefnan verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands og er þátttaka öllum að kostnaðarlausu.

Markmið með þessu samstarfsverkefni ÍSÍ og HÍ er að efla tengsl og samstarf mismunandi fræðasviða Háskóla Íslands og Íþróttahreyfingarinnar. Tilgangurinn er að vekja athygli á hvernig margþætti vísinda- kennslu og nýsköpunarstarf Háskóli Íslands getur styrkt starfsemi og stöðu íþrótta í íslensku samfélagi.

Á ráðstefnunni verður tekið á mörgum málefni sem eru oft í umræðunni og margir hafa skoðanir á; Á að getuskipta börnum í íþróttum? Skiptir félagslegt umhverfi máli í íþróttum? Eru íþróttir menning? Er afrekshugsun þjálfuð í nægilegum mæli? Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum verður leitast við að svara miðvikudaginn 28. nóvember. Ráðstefna sem þeir sem áhuga hafa á málefninu ættu ekki að missa af.
 
Þrátt fyrir að þátttakan sé öllum að kostnaðarlausu þá verður að skrá sig á skraning@isi.is fyrir hádegi mánudaginn 26. nóvember. 

Dagskrá:
13.00  Setning
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Almennt íþróttastarf 

Á að banna getuskiptingu barna í hópíþróttum?
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Íþrótta,- tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ

Félagslegt umhverfi árangurs í íþróttum: Ný sóknarfæri?
Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur

Sjúk sál í slöppum líkama - Nokkrar menningarsögulegar hugrenningar um úrkynjun og íþróttir
Dr. Benedikt Hjartarson, aðjúnkt í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við HÍ

Kaffihlé 14.15-14.30
14:30 Afreksíþróttir

Afreksíþróttir hagkvæmar!   
Dr. Daði Kristófersson, dósent við Hagfræðideild HÍ

Svo bregðast krossbönd
Dr. Kristín Briem, dósent. námsbraut í sjúkraþjálfun við Heilbrigðisvísindasvið, HÍ

"Ég ætla að breyta íþróttinni minni" - þjálfun afrekshugarfars -
Sigurður Ragnar Eyjólfsson M.Sc. í íþróttasálfræði og A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu

Ytra umhverfi íþróttahreyfingarinnar
Ólafur Rafnsson forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

Ráðstefnustjórar eru Erlingur Jóhannsson prófessor við HÍ, Ólafur Eiríksson sundmaður og hæstaréttarlögmaður, Sunna Gestdóttir, frjálsar íþróttir og doktorsnemi við HÍ og Hjördís Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.