Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Gengið í skólann um allt land

24.10.2012

Verkefninu Göngum í skólann lauk í byrjun mánaðarins. Eins og undanfarin ár hefur Íþrótta- og Ólympíusambandið leitt verkefnið áfram. Bakhjarlar þess eru auk ÍSÍ, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Umferðarstofa, embætti Landlæknis, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, ríkislögreglustjóri, landssamtök foreldra - Heimili og skóli. Megin markmið Göngum í skólann er að stuðla að heilbrigðum og öruggum ferðamáta nemenda í grunnskólum landsins. Nánari upplýsingar um Göngum í skólann má finna á vefsíðunni www.gongumiskolann.is.

Í ár var þátttökumet slegið þegar 63 skólar skráðu sig til leiks. Það er undir hverjum skóla komið hvernig útfærsla verkefnisins er. Hægt er að taka þátt hluta úr göngum í skólann mánuðinum eða allan tímann. Einhverjir skólar skipuleggja sérstaka göngudaga meðan aðrir skrá niður ferðavenjur nemenda allan tímann. Hægt er að skoða lýsingar skólanna sjálfa á því sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur hér.

Með fréttinni fylgja myndir af skrúðgöngu nemenda í Vestmannaeyjum, nemendum í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ er stilla sér stoltir upp við skilti er vísar á skólann og nemendum í Brekkubæjarskóla á Akranesi öruggir á leið yfir gangbraut á leið sinni í skólann.

Myndir með frétt