Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.05.2021 - 15.05.2021

Ársþing ÍBH 2021

Ársþing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar verður...
12

Reglur sérsambanda vegna COVID-19

Þann 10. maí tók gildi ný reglugerð sem mun gilda til 26. maí. Helstu atriði í reglugerðinni er varða íþróttastarf er eftirfarandi:

  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar með og án snertingar og hámarksfjöldi þátttakenda miðast við 75 manns í rými.
  • Heimilt er að hafa allt að 150 áhorfendur á íþróttaviðburðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem lúta að skráningu, sætum, eins meters nándarmörkum á milli ótengdra aðila og grímuskyldu. Einungis er heimilt að hafa tþrjú sótthólf í hverri byggingu fyrir að hámarki 150 áhorfendur í hverju hólfi, á íþróttaviðburðum.


Sund- og baðstaðir mega hafa opið fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 eða síðar telja ekki með í hámarksfjölda.

Líkamsræktarstöðvar mega vera opnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. um sótthreinsun, skráningu í tíma, hólfun og 50 manna hámarksfjölda. 

 
Reglur sérsambanda ÍSÍ má finna hér að neðan: