Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

Markmið og verkefni sviðsins

  • Að hafa yfirumsjón með öllu sem lýtur að afrekssmálum ÍSÍ og/eða einstakra sérsambanda.
  • Að sjá um undirbúning og mál er varða Ólympíuleika, Ólympíuleika ungmenna, Smáþjóðaleika, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og önnur þau alþjóðamót sem ÍSÍ tekur þátt í.
  • Að fylgjast með framgangi í afreksíþróttum og afreksstefnu einstakra sérsambanda og meta skilgreiningar á afrekum og markmiðum sérsambanda.
  • Að gera tillögur um fjárveitingar í fjárhagsáætlunum ÍSÍ til afreksmála.
  • Að starfa náið með Afrekssjóði ÍSÍ.
  • Að fara yfir tillögur er lúta að stefnumörkun og áherslubreytingum í íþróttamálum sem snerta afreksmál í víðasta skilningi og leggja mat á þær.
  • Að sjá um, ásamt forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ, samskipti er varða afreksmál við Alþjóðaólympíunefndina (IOC), Ólympíusamhjálpina (OS), Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC), Heimssamband Ólympíunefnda (ANOC) og önnur alþjóðasambönd sem sinna afreksmálum.
  • Að fjalla um þau erindi er snerta afreksmál og berast skrifstofu ÍSÍ og framkvæmdastjórn ÍSÍ og/eða framkvæmdaráð ÍSÍ vísar til þess.
  • Að fylgjast með framvindu mannvirkjamála er lúta að þjóðarleikvöngum.