Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

 

Íþrótt:
Frjálsíþróttir
 

Sérgrein:
400m, 800m, 1500m hlaup

Íslandsmet:

2018 1 míla 4:29,20
2018 1500m innanh. 4:09
2017 800m hlaup 2:00,05 
2017 1500m hlaup 4:06,43
2015 1000m hlaup 2:36,63
2012 2000m hindrunarhlaup 6:34,80

Frjálsíþróttakona ársins:
2013, 2014 og 2017

Fædd:
13. janúar 1996

Hæð:
161 cm

 


Ólympíuleikar:
2016 Ríó 800m 2:00,14 - Þá Íslandsmet (20. sæti)
 

Heimsmeistaramót:
2018 Birmingham, innanh. (23. sæti)
2017 London, (37. sæti)
2016 Portland, innanh. (6. sæti) 
2015 Peking (20. sæti)
2014 Sopot, innanh. (DQ)

Evrópumeistaramót:
2018 Berlín (11. sæti)
2017 Belgrade, innanh. (3. sæti)
2016 Amsterdam (8. sæti)
2015 Prag, innanh. (5. sæti)
2014 Zurich (11. sæti)
2012 Gautaborg, innanh. (11. sæti)

Smáþjóðaleikar:
2019 Svartfjallaland (2. sæti)
2017 San Marínó
2015 Ísland (1. sæti)
2013 Lúxemborg (1. sæti)

 
 

 

Aníta Hinriksdóttir er margverðlaunuð frjálsíþróttakona, Íslandsmethafi og Ólympíufari, en sterkasta grein hennar er 800 m hlaup. 

Aníta átti frábært ár árið 2013, þá 17 ára gömul, en hún varð heims- og Evrópumeistari í 800 m hlaupi ungmenna með aðeins sex daga millibili í júlí og bætti Norðurlandameistaratitli í safnið tæpum mánuði síðar. Hún vann 800 m hlaupið á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Úkraínu 14. júlí 2013, 20. júlí 2013 var hún hlutskörpust í sömu grein á Evrópumóti 19 ára og yngri á Ítalíu og 17. ágúst sigraði hún í sömu grein á Norðurlandamóti 19 ára og yngri í Finnlandi. Aníta er fyrst ís­lensks frjálsíþróttafólks til þess að vinna gull­verðlaun á heims­meist­ara­móti. Aníta bætti síðan eigið Íslandsmet þegar hún hljóp 800 m á 2:00,49 mínútum á ungmennamóti í Mannheim í Þýskalandi 30. júní 2013. Aníta fékk einnig brons á EM ungmenna 2015.

Aníta bætti Íslandsmetið aftur á Ólympíuleikunum í Ríó. Það var bæting um 35 sekúndubrot og var tíminn 2:00,14. Hún varð í 6. sæti á heimsmeistaramótinu innanhúss sama ár.

Á Demantamóti í júní 2017 bætti hún Íslandsmet sitt enn og aftur þegar að hún hljóp á tímanum 2:00,05 mínútum og stendur það met enn. Aníta vann til silfurverðlauna á Evrópumeistaramóti U23 ára sem fram fór í Póllandi í júlí 2017 og kórónaði þar með feril sinn sem afburða ungmenni. Aníta bætti einnig 30 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 m hlaupi á sterku móti í Hollandi í júní 2017 þegar hún hljóp á tímanum 4:06,43 mín. Fyrra metið frá 1987 var 4:14,94 mín. Árið 2017 var hún í 3. sæti á Evrópumeistaramótinu innanhúss. Einnig setti hún Íslandsmet í 1500m innanhúss árið 2018 á tímanum 4:09.

Í kjölfar góðs árangurs á íþróttamótum hefur Aníta fengið ýmsar viðurkenningar:

12. október 2013 Vonarstjarna evrópskra frjálsíþrótta í kvennaflokki - Frjálsíþróttasamband Evrópu
2. desember 2013 Frjálsíþróttakona ársins - Frjálsíþróttasamband Íslands
18. desember 2013Íþróttakona Reykjavíkur - Íþróttabandalag Reykjavíkur
27. desember 2013 Íþróttamaður ársins - Sport.is
28. desember 2013 Annað sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins - Samtök íþróttafréttamanna
31. desember 2013 Maður ársins - Rás2

Viðtal við Anítu í þættinum GYM.

Aníta er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.