Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.03.2018 - 22.03.2018

Ársþing ÍS 2018

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
17

Samningur við Flugfélag Íslands

2. nóvember 2016 var skrifað undir nýjan samning við Flugfélag Íslands um afsláttarfargjöld í innanlandsflugi fyrir allar einingar innan vébanda ÍSÍ.
 
Um leið og íþróttahreyfingunni er óskað allra heilla á ferðalögum á æfingar og í keppni í íþróttum, þá er ítrekað að samningurinn gildir einungis um þá sem eru sannanlega að ferðast á vegum hreyfingarinnar, á viðburði er tengjast hreyfingunni beint, en ekki um maka og/eða fjölskyldur þeirra.
 
Varðandi bókunarferli, þá er það með sama hætti og áður, þ.e. að bókað er beint hjá Flugfélaginu, sem leitar eftir staðfestingu hjá ÍSÍ.  Stuðst er við Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ við staðfestingar.
Það er eindregin ósk Flugfélags Íslands að íþróttahreyfingin bóki ferðir eins tímanlega og unnt er.
Þar sem skrifstofa ÍSÍ er ekki opin um helgar, þá eru það einnig eindregin tilmæli frá ÍSÍ og Flugfélagi Íslands að ferðir sem fara á um helgi séu bókaðar í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudegi, ellegar er ekki hægt að tryggja að unnt sé að bóka ÍSÍ fargjald.

Með því að smella á pdf skjalið hér á síðunni má sjá afrit af nýja samningnum þar sem fram koma upplýsingar um fargjöld á einstökum leiðum í innanlandsflugi.
 
Góða ferð!