Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Uppljóstrunarkerfi Lyfjaeftirlits Íslands

12.02.2020 13:45

Lyfjaeftirlit Íslands hefur tekið í notkun uppljóstrunarkerfi (e. whistleblower solution) til þess að stuðla betur að heiðarlegu og öruggu keppnis- og æfingaumhverfi í íþróttum. Kerfið er eingöngu ætlað til þess að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum í íþróttum, skv. Lögum ÍSÍ um lyfjamál og Alþjóðalyfjareglunum. Það felur í sér m.a.:

• Notkun efna á bannlista World Anti-Doping Agency (WADA). Bannlisti WADA 2020
• Að eiga eða hafa undir höndum efni á bannlista WADA
• Framleiðslu, dreifingu eða sölu á efnum eða efni á bannlista WADA
• Hvatningu til eða aðstoð við notkun efnis á bannlista WADA

Hver sá sem býr yfir grun eða vitneskju um brot á lyfjareglum í íþróttum getur tilkynnt um slíkt. Hægt er að fylla út skýrslu og senda upplýsingar beint í gegnum kerfið á vefslóðinni lyfjaeftirlit.whistleblowingnetwork.net eða fara inn í það í gegnum vefsíðu Lyfjaeftirlits Íslands www.lyfjaeftirlit.is.

Fólk hefur valmöguleika á að senda inn upplýsingar undir öruggri nafnleynd. Kerfið býður þá upp á nafnlaus samskipti í gegnum öryggispósthólf, kjósi það svo. Öll samskipti eru órekjanleg nema viðkomandi velji sérstaklega að svo sé ekki. Kerfið er vottað samkvæmt ISO 270001, sem er staðall fyrir meðferð trúnaðarupplýsinga og upplýsingaöryggi. Einnig samræmist kerfið persónuverndarreglugerð ESB 2016/679 (GDPR).

 

Til baka