Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Hreinn árangur - enginn afsláttur

23.05.2019 11:41

Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá, líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri, það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir.

Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“ -enginn afsláttur, engar aukaverkanir. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvorutveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru sambandsaðilar hvattir til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. 

Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebook filterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn.

Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstillu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna. 

Vefsíða Lyfjaeftirlits Íslands

Myndir með frétt

Til baka