Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Lyfjaeftirlit ÍSÍ og jafningjafræðslan

13.06.2018 15:17

Nýverið hélt verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ, Birgir Sverrisson, erindi fyrir jafningafræðsluna. Erindið fjallaði um anabólíska stera, aukaverkanir og hvatana bakvið notkunina á þeim hvort sem er innan íþrótta eða utan. Hópurinn átti gott spjall um ýmis konar þætti er snúa að andlegum og líkamlegum áhrifum af notkun þessara ólöglegu efna og einnig var rætt um líkamsímynd og umfang notkunar, bæði innan og utan skipulagðs íþróttastarfs. Að lokum var farið stuttlega yfir niðurstöður nýlegra rannsókna á notendum anabólískra stera og rætt um hvernig jafningafræðslan geti stuðlað að því að ungt fólk fái fræðslu um skaðsemi þessara efna og verið miklvægur þáttur í því að hvetja það til heilbrigðrar íþróttaiðkunar og heilsuræktar.

Vefsíða Lyfjaeftirlits ÍSÍ er lyfjaeftirlit.is, en þar er að finna upplýsingar um alþjóðalyfjareglurnar ásamt fleiru.

Til baka