Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

19.10.2020

Guðmundur Helgi áfram í stjórn CEV

Guðmundur Helgi áfram í stjórn CEVÁrsþing Alþjóða blaksambandsins (CEV) var haldið þann 16. október sl. í Vínarborg. Þingið átti að fara fram í Rússlandi en var fært til Vínar vegna Kórónuveirufaraldursins til að auka þátttöku á þinginu til muna. Blaksamband Íslands (BLÍ) sendi ekki fulltrúa á þingið að þessu sinni vegna Kórónuveirufaraldursins. Færeyjingar fóru með atkvæði Íslands.
Nánar ...
16.10.2020

Sandgerðisskóli í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Sandgerðisskóli í Ólympíuhlaupi ÍSÍÞann 6. október sl. tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið er haldið ár hvert til að hvetja nemendur skólans til aukinnar hreyfingar. Nemendur og starfsfólk hlupu samtals 1445 km og í frétt á vefsíðu Sandgerðisskóla segir „en það er meira en að keyra frá Sandgerði og fara hringinn í kringum landið, taka auka rúnt um Reykjanesið og enda ferðalagið í Sandgerði“.
Nánar ...
16.10.2020

Ársþing FRÍ 2020

Ársþing FRÍ 2020Þann 2. október sl. fór 62. ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) fram í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þingið var óvanalegt á margan hátt, en því hafði tvívegis verið frestað. Sóttvarnir voru í hávegum hafðar á þinginu, en því var einnig streymt beint. Að þessu sinni tók ársþingið aðeins einn dag, en ekki tvo líkt og áður.
Nánar ...
14.10.2020

Hugum að heilsunni #verumhraust

Hugum að heilsunni #verumhraustÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ fer nú af stað með skilaboðin #verumhraust á samfélagsmiðlum. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana.
Nánar ...
13.10.2020

Samráðsfundir með sambandsaðilum ÍSÍ

Samráðsfundir með sambandsaðilum ÍSÍLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ funduðu nýverið með sérsamböndum ÍSÍ og íþróttahéruðunum um allt land, í gegnum fjarfundabúnað.
Nánar ...
12.10.2020

Ólympíuhlaup ÍSÍ - Þrír skólar fá 100.000 kr. inneign í Altis

Ólympíuhlaup ÍSÍ - Þrír skólar fá 100.000 kr. inneign í AltisÍ ár eins og undanfarin ár voru þrír skólar dregnir út sem hafa lokið hlaupinu og skilað inn upplýsingum til ÍSÍ. Skólarnir 76 sem skilað hafa inn niðurstöðum voru með í pottinum í ár, en þeir þrír skólar sem voru dregnir út eru Grunnskóli Snæfellsbæjar, Foldaskóli í Reykjavík og Sunnulækjarskóli á Selfossi. Hver þessara þriggja skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.
Nánar ...
12.10.2020

Myndræn tölfræði íþróttahreyfingarinnar

Myndræn tölfræði íþróttahreyfingarinnarÍSÍ birtir árlega tölfræði úr starfsskýrslum sem allar einingar innan ÍSÍ skila til sambandsins um umfang íþróttahreyfingarinnar, kynjaskiptingu, aldursdreifingu, íþróttagreinar og íþróttahéruð. Nú er ÍSÍ farið að vinna öðruvísi úr þeim gögnum sem skilað er inn á rafrænu formi um iðkun íþrótta hvers árs. Notast er við Power BI sem gefur möguleika á gagnvirkri og fjölbreyttari framsetningu á niðurstöðunum. Notandinn getur því unnið með gögnin á annan hátt en áður og skilgreint leit sína betur eftir áhugasviði.
Nánar ...
12.10.2020

Styrkir úr lýðheilsusjóði

Styrkir úr lýðheilsusjóðiEmbætti landlæknis hefur auglýst lausa til umsóknar styrki úr lýðheilsusjóði árið 2021. Styrkjum úr sjóðnum skal varið til að styrkja lýðheilsustarf og úthlutar heilbrigðisráðherra styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi.
Nánar ...
12.10.2020

Eitt ár frá fyrstu Strandarleikunum

Eitt ár frá fyrstu StrandarleikunumFyrstu Strandarleikar Heimssambands Ólympíunefnda (ANOC World Beach Games) voru haldnir í Quatar 11.-16. október 2019 og fagnar ANOC því nú að ár sé liðið frá setningarathöfn leikanna.
Nánar ...
09.10.2020

Tölvupóstssvindl og íþróttafélög

Tölvupóstssvindl og íþróttafélögLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst ÍSÍ um að tölvupóstssvindl hafi aukist umtalsvert og beinist nú í auknum mæli að íþróttahreyfingunni. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög orðið fyrir barðinu á svindli sem þessu og tapað talsverðu fé.
Nánar ...