Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

11.05.2016

Kristján endurkjörinn formaður BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands var haldið 6. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Kristján Daníelsson formaður sambandins setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna, en alls sóttu þingið fulltrúar frá átta aðildarfélögum. Formaður flutti skýrslu stjórnar og kynnti einnig reikninga sambandsins, en sambandið var rekið með hagnaði á síðasta starfsári.
Nánar ...
10.05.2016

Helga Sjöfn fyrst kvenna formaður ÍA

Helga Sjöfn fyrst kvenna formaður ÍA72. ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram þann 3 maí sl. Þingið var vel sótt enda fagnar bandalagið 70 ára afmæli á þessu ári. ÍA kórinn söng tvö lög í tilefni af afmælinu og einnig komu Símon og Halla fram og tóku tvö lög. Farið var fyrir ársskýrslu ÍA og það helsta í starfi bandalagsins á liðnu ári. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ávarpaði þingið og færði ÍA að gjöf frá Akraneskaupstað kr. 500 þúsund sem rennur í Minningarsjóð Guðmundar Sveinbjörnssonar. Sjóðurinn styrkir efnilegt íþróttafólk og þjálfara hjá ÍA.
Nánar ...
09.05.2016

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE)

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE)​Um helgina fór fram aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) auk fundar tækninefndar leikanna. Hefð er fyrir því að halda slíka fundi rúmu ári fyrir leika í því landi sem verður í gestgjafahlutverki ári síðar. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu fundinn auk Guðmundar Þ. Harðarsonar fulltrúa Íslands í tækninefnd GSSE.
Nánar ...
04.05.2016

Hjólað í vinnuna hófst í morgun!

Hjólað í vinnuna var sett í 14. sinn í morgun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Illugi Gunnarsson, Mennta- og menningarmálaráðherra, Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur
Nánar ...
04.05.2016

Nýr formaður hjá FRÍ

Nýr formaður hjá FRÍ60. ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um helgina. Ágætis mæting var á þingið og þingstörf gengu vel. Einar Vilhjálmsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns og var Freyr Ólafsson kjörinn formaður. Freyr hefur undanfarin ár leitt uppbyggingu frjálsíþróttadeildar Ármanns sem formaður og veitt Frjálsíþróttaráði Reykjavíkur forystu.
Nánar ...
03.05.2016

Hjólað í vinnuna hefst á morgun!

Hjólað í vinnuna hefst á morgun miðvikudaginn 4. maí í 14. sinn. Setningahátíð fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugadal í fyrramálið kl. 8:30. Við hvetjum alla til þess að hjóla þar við og hlusta á stutt ávörp og fá sér léttar veitingar áður en við hjólum verkefnið af stað.
Nánar ...
03.05.2016

Ólympíueldurinn kominn til Brasilíu

Ólympíueldurinn kominn til BrasilíuÍ dag kom Ólympíueldurinn til Brasilíu og var fyrsti viðkomustaður höfuðborgin Brasília. Næstu 95 daga mun Ólympíueldurinn heimsækja yfir 300 bæi og borgir í Brasilíu áður en hlaupið verður með kyndilinn inn á setningarhátíð Ólympíuleikana á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro.
Nánar ...