Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

13.06.2015

Forseti ÍSÍ veitir verðlaun á Evrópuleikunum

Forseti ÍSÍ veitir verðlaun á EvrópuleikunumLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti verðlaun í tveimur þyngdarflokkum karla í grísk-rómverskri glímu á Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan í dag. Verðlaunapeningar leikanna eru hannaðir af skartgripafyrirtækinu Adamas, í samstarfi við listakonuna Nargiz Huseynova. Fallegt mynstrið á framhlið peninganna er einkennandi fyrir Azerbaijan, sem hýsir þessa fyrstu Evrópuleika. Á bakhlið peninganna er svo merki Evrópusambands ólympíunefnda.
Nánar ...
13.06.2015

Konur eru konum bestar - Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2015

Konur eru konum bestar - Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2015Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og sjötta sinn, í dag, laugardaginn 13. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu en gera má ráð fyrir að um 14.000 konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum út um allt land og á um 16 stöðum í 10 löndum. Í kringum 4.000 konur hlupu í Garðabænum, 1.600 í Mosfellsbæ, 300 á Akureyri og um 500 konur hlupu í Reykjanesbæ.
Nánar ...
13.06.2015

Bakú 2015 - Íslendingar hefja keppni

Bakú 2015 - Íslendingar hefja keppniÁ morgun sunnudaginn 14. júní hefja íslenskir keppendur leik á Evrópuleikunum í Bakú. Telma Rut Frímannsdóttir keppir fyrst Íslendinga en bardagi hennar á móti Elena Quirici frá Sviss hefst kl. 11:12 að staðartíma.
Nánar ...
12.06.2015

Evrópuleikarnir settir í kvöld

Evrópuleikarnir settir í kvöldFyrstu Evrópuleikarnir verða settir í kvöld í Baku í Azerbaijan við hátíðlega athöfn. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um 6.000 keppendur og 3.000 aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda.
Nánar ...
10.06.2015

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 13. júní

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 13. júníSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 13. júní næstkomandi. Eins og undanfarin ár verður hlaupið í Garðabæ og Mosfellsbæ ásamt yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis.
Nánar ...
10.06.2015

Sjáumst í San Marinó

Sjáumst í San MarinóLokahátíð Smáþjóðaleikanna fór fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal laugardaginn 6. júní síðastliðinn. Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen eða Hermigervill eins og hann kallar sig, kom stuðinu af stað á meðan gestirnir streymdu í garðinn.
Nánar ...
08.06.2015

Ársþingi ÍHÍ lokið

Ársþingi ÍHÍ lokiðÁrsþing var haldið laugardaginn 30. maí síðastliðinn en þingið fór fram í Pakkhúsinu á Akureyri. Dagskráin var hefðbundin. Viðar Garðarsson var endurkjörinn sem formaður sambandsins en aðrir í stjórn eru Árni Geir Jónsson, Björn Davíðsson, Helgi Páll Þórisson og Jón Þór Eyþórsson.
Nánar ...