Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

18.01.2019

Hópurinn sem fer á EYOWF Sarajevo

Hópurinn sem fer á EYOWF SarajevoFramundan er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, vetrarleikar. Verða leikarnir nú haldnir í fjórtánda sinn. Ísland hefur átt þátttakendur á leikunum frá því þeir voru haldnir í fyrsta sinn. Vetrarhátíðin fer að þessu sinni fram í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9.-16. febrúar n.k. Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar. Keppendur koma frá 46 Evrópuþjóðum og verða yfir eitt þúsund talsins. Íslendingar munu eiga 13 keppendur á hátíðinni, auk þjálfara og flokksstjóra, dómara, sjúkraþjálfara og aðalfararstjóra. Á fundi Framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem haldinn var 17. janúar voru tilnefningar frá Skíðasambandi Íslands (SKÍ) og Skautasambandi Íslands (ÍSS) um keppendur, flokksstjóra og þjálfara til þátttöku á leikunum samþykktar. Eftirtaldir munu taka þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.
Nánar ...
16.01.2019

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - 25 dagar til leika

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - 25 dagar til leikaÍ ár fer fram Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar vetrar- og sumarútgáfa. Sumarhátíðin fer fram í Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí 2019. Verður þetta í fimmtánda skiptið sem Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram að sumri til, en í fjórtánda sinn sem vetrarhátíðin er haldin.
Nánar ...
15.01.2019

Forvarnir og fræðslubæklingar ÍSÍ

Forvarnir og fræðslubæklingar ÍSÍFjölmargar íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þátttaka unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á að unglingar leiðist út í frávikshegðun. Þeir unglingar sem leggja reglulega stund á íþróttir eða aðra hreyfingu eru síður líklegir til að sýna neikvætt atferli en aðrir jafnaldrar þeirra. Íþróttastarf, líkt og annað skipulagt tómstundastarf í umsjón ábyrgra aðila, er þannig af mörgum talið hafa víðtækt forvarnargildi ekki einungis gegn frávikshegðun, líkt og afbrotum, ofbeldi og vímuefnaneyslu, heldur tengist aukin íþróttaþátttaka einnig betri námsárangri, betri líðan, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðari líkamsmynd. Neysla áfengis, tóbaks eða fíkniefna á aldrei samleið með iðkun íþrótta og vill íþróttahreyfingin á Íslandi efla forvarnahlutverk sitt á eftirfarandi hátt:
Nánar ...
14.01.2019

Vertu með! Sport For All!

Vertu með! Sport For All!Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi. Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum þ.e. á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku.
Nánar ...
11.01.2019

Þjálfaramenntun ÍSÍ - Vorfjarnám

Þjálfaramenntun ÍSÍ - VorfjarnámVorfjarnám 1. og 2. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 11. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.​ Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
10.01.2019

Reykjavíkurleikarnir 2019

Reykjavíkurleikarnir 2019Íþróttahátíðin Reykjavik International Games fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar næstkomandi. Leikarnir eru í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Keppt verður í 15-20 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á fimmta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga.
Nánar ...
09.01.2019

Valdís Þóra Íþróttamaður ársins á Akranesi

Valdís Þóra Íþróttamaður ársins á AkranesiValdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, var þann 6. janúar sl. kjörinn Íþróttamaður ársins á Akranesi 2018 og er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Hestaíþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson varð annar í kjörinu og Stefán Gísli Örlygsson skotíþróttamaður varð þriðji.
Nánar ...
08.01.2019

Ferðasjóður íþróttafélaga

Ferðasjóður íþróttafélagaMinnt er á að frestur til að skila inn umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti 9. janúar 2019. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma.
Nánar ...
08.01.2019

Sigmar Hákonarson Íþróttamaður Hattar

Sigmar Hákonarson Íþróttamaður HattarÍþróttamaður Hattar var kjörinn í 31. skipti þann 6. janúar sl. og var það körfuboltamaðurinn Sigmar Hákonarson sem hlaut þann titil. Sigmar er góður íþróttamaður og flott fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Hann leggur sig allan fram í æfingum og öðrum verkefnum sem koma til innan Hattar, s.s. fjáröflunum og vinnu í kringum leiki yngri flokka. Sigmar hefur verið einn af lykilleikmönnum Hattar síðustu árin en hann á alls 181 leik fyrir félagið síðan 2011. Á síðasta tímabili skoraði Sigmar 8 stig að meðaltali í leik, auk þess að taka 3 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Það var Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, ásamt formanni Hattar, Davíð Þór Sigurðarsyni, sem sáu um afhendinguna.
Nánar ...
08.01.2019

Bjarni Guðmann Íþróttamaður Borgarfjarðar

Bjarni Guðmann Íþróttamaður BorgarfjarðarBjarni Guðmann Jónsson, körfuknattleiksmaður og leikmaður Skallagríms, var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2018 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti þann 6. janúar sl. Rúmlega hundrað manns heiðruðu íþróttafólk UMSB með nærveru sinni. Bjarni er einn af lykilleikmönnum í meistaraflokki Skallagríms í körfuknattleik. Hann átti stóran þátt í því að vinna liðinu sæti í úrvalsdeild síðastliðið vor og hefur stimplað sig inn sem einn efnilegasti körfuknattleiksmaður úr yngri flokki Skallagríms. Á árinu var Bjarni valinn til að leika með U 20 ára landsliði Íslands en liðið spilaði í A deild Evrópumóts í Þýskalandi.
Nánar ...