Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Hulda Bjarnadóttir endurkjörin formaður GSÍ á nýliðnu þingi Golfsambandsins

17.11.2023

 

Laugardaginn 11. nóvember síðastliðinn fór fram ársþing Golfsambands Íslands á Grand hótel Reykjavík.  Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri í framkvæmdastjórn ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ.  

Á þinginu fór fram kosning til stjórnar og var Hulda Bjarnadóttir, sjálfkjörin sem formaður til næstu tveggja ára, þar sem ekkert mótframboð kom.  Hörður Geirsson, varaforseti GSÍ og Viktor Elvar Viktorsson, formaður mótanefndar GSÍ gáfu ekki kost á sér til endurkjörs en Ólafur Arinbjörn Sigurðsson og Elín Hrönn Ólafsdóttir komu inn í stjórn GSÍ í þeirra stað.

Rekstur golfsambandsins gekk vel á síðasta rekstrarári þar sem rekstrartekjur námu um 226 milljónum króna.  Rekstrargjöld voru einnig um 226 milljónir en hægt er að sjá ársreikninginn hér.  

Ný stjórn GSÍ til næstu tveggja ára, er skipuð eftirtöldum aðilum:
Birgir Leifur Hafþórsson, Elín Hrönn Ólafsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Hjördís Björnsdóttir, Jón B. Stefánsson, Jón Steindór Árnason, Karen Sævarsdóttir, Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, Ólafur Arnarson og Ragnar Baldursson.

Meðfylgjandi mynd er af nýrri stjórn og fengin á heimasíðu GSÍ.