Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Puka - lukkudýr Smáþjóðaleikanna á Möltu

05.01.2023

 

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna á Möltu næstkomandi sumar var kynnt til sögunnar 19. desember sl. 

Lukkudýrið ber nafnið Puka sem vísar til litríkra fiska sem kallaðir eru Lampuki og er að finna við Möltu. Horft var til lita fiskanna við hönnun lukkudýrsins og vísun í menningu Möltu. Puka verður andlit allra tíu íþróttagreinanna sem keppt verður í á leikunum, þ.e. frjálsiþrótta, körfuknattleiks, rúgbí 7, siglinga, skotíþrótta, skvass, sunds, borðtennis og tennis og mun einnig hjálpa til við að kynna leikana út á við.

Undirbúningur fyrir leikana er í fullum gangi hjá Ólympíunefnd Möltu, skipuleggjendum leikanna og undirbúningur er einnig hafinn hér heima enda eru Smáþjóðaleikar eitt umfangsmesta verkefni sem ÍSÍ tekur þátt í.