Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Heiðranir í 110 ára afmælishófi USAH

21.11.2022

 

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) fagnar 110 ára afmæli sínu á þessu ári og hélt upp á þau tímamót með glæsilegri veislu á Blönduósi 17. nóvember sl. Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri voru meðal gesta, sem og Gunnar Þór Gestsson varaformaður UMFÍ.

Við þetta tækifæri voru Guðmann Jónasson og Jóhann Guðmundsson sæmdir Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþrótta á svæði USAH.

Einnig voru eftirfarandi sæmd Silfurmerki ÍSÍ:  Auðunn Steinn Sigurðsson, Einar Stefánsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Ingibergur Guðmundsson, Jón B. Kristjánsson og Páll Ingþór Kristinsson.

USAH er með elstu íþróttahéruðum á Íslandi. Það var stofnað sama ár og Íþróttasamband Íslands, þ.e. árið 1912 sem greinilega var mótandi ár í íþróttastarfinu í landinu. Núverandi formaður USAH er Snjólaug María Wium Jónsdóttir.

Myndir/USAH.

Myndir með frétt