Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Ársþing UMSE á Teams

09.11.2020

Ársþig Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) var haldið fimmtudaginn 5. nóvember sl. Þingið var með óhefðbundnu sniði og var allt í gegnum Teams forritið. Flest aðildarfélög UMSE áttu fulltrúa á þinginu og tók formaður sambandsins að sér hlutverk þingforseta. Stýrði hann þinginu af röggsemi og hófst þingið á tillögum stjórnar um framkvæmd þingsins með þessum óvenjulega hætti í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar var m.a. komið inn á að stjórn UMSE sæti áfram án kosninga til ársþingsins 2021 og var það samþykkt.

Skýrsla stjórnar var flutt og reikningar sambandsins samþykktir sem og fjárhagsáætlun. Talsverðar umræður urðu um fjárhagsáætlunina en hún var samþykkt óbreytt eins og áður segir.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.